Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1686671998.54

  Frásagnir og ferðalög
  ÞÝSK1FF05
  35
  þýska
  frásagnir og ferðalög
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Að mestu er lokið við að fara yfir grundvallarþætti þýsks málkerfis og nemendur dýpka því verulega þekkingu sína á því. Nemendur auka orðaforða með lestri texta af ýmsum toga. Nemendur læra m.a. að lýsa umhverfi og fólki, gera grein fyrir liðnum atburðum og daglegum venjum. Nemendur lesa einfalda skáldsögu eða smásögur. Nemendur fá aukna innsýn í menningarheim þýskumælandi svæða og vinna menningartengt heimildaverkefni.
  ÞÝSK1FR05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • almennum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
  • helstu reglum um framburð og hljómfall
  • grundvallarþáttum þýska málkerfisins
  • menningu og þjóðfélagi þýskumælandi svæða í samanburði við Ísland
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
  • fylgja einföldum fyrirmælum á þýsku
  • fylgja söguþræði í einföldum eða einfölduðum bókmenntatexta
  • halda stutta kynningu á undirbúnu efni
  • beita helstu reglum um málnotkun í ræðu og riti
  • beita viðeigandi námstækni í tungumálanáminu og nýta sér hjálpargögn
  • nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
  • skilja fjölbreytta texta í takt við viðfangsefni áfangans sem festa í sessi og auka orðaforða
  • fylgja söguþræði í einföldum bókmenntatexta
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • ná aðalatriðum úr einföldum frásögnum í fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt
  • geta tekist á við ýmsar aðstæður í almennum samræðum á sjálfstæðari hátt en áður
  • segja frá eigin þekkingu, reynslu, áhugamálum, áformum, skoðunum og líðan í ræðu og riti
  • afla sér upplýsinga í textum um almenn efni upp á eigin spýtur
  • greina aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum og draga ályktanir
  • lesa skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og tjá sig um efni hans í ræðu og riti
  • meta eigið vinnuframlag og kunnáttu