Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1686748087.71

    Berlínaráfangi
    ÞÝSK2BE05
    28
    þýska
    berlínaráfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Berlín er hér til umfjöllunar. Saga borgarinnar er tekin fyrir, sjónum er beint að tímabilinu frá 1945 til dagsins í dag. Tekin eru fyrir dagleg samskipti á þýsku og nemendur vinna með ýmsar heimildir á þýsku og íslensku. Undirbúningur ferðar til Berlínar og verkefni í tengslum við ferðina. Þekktustu staðir borgarinnar eru heimsóttir undir leiðsögn kennara eða fararstjóra. Samþætting tveggja námsgreina að einhverju leyti þar sem rýnt er í sögu lands og þjóðar.
    ÞÝSK1FR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mannlífi og menningu í Berlín
    • sögu borgarinnar frá 1945 og hvernig sú saga endurspeglar sögu Evrópu
    • grunnorðaforða þýskunnar í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
    • ólíkum textagerðum á þýsku, sem endurspeglast í fjölmiðlum og kvikmyndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér hagnýtra upplýsinga og taka þátt í samræðum
    • skilja talað mál í algengum raunverulegum aðstæðum
    • segja frá á skýran hátt og halda stuttar kynningar á undirbúnu efni
    • skrifa samantekt um ferðina
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn við upplýsingaöflun og verkefnavinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um efni sem hann hefur kynnt sér
    • tjá eigin skoðanir og upplifun, munnlega og skriflega
    • vera fullgildur félagi í hópi og takast á við mál sem upp geta komið á ferðalagi
    • meta eigið vinnuframlag og annarra