Í þessum áfanga er að mestu lokið við innlögn grunnþátta málkerfisins, auk þess sem nemendur þjálfast í færniþáttunum fjórum lestri, ritun, hlustun og tali. Nemendur lesa flóknari texta en áður svo sem skáldsögu, ljóð og dægurlagatexta og spreyta sig í auknum mæli á vinnu með rauntexta. Nemendur fræðast um sögu og menningu þýskumælandi landa.
ÞÝSK1FF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölþættum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
ólíkum textagerðum og hlustunarefni
helstu grunnatriðum málkerfisins
mannlífi, menningu og siðum í þýskumælandi löndum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um kunnugleg efni og greina aðalatriði í fjöl-og myndmiðlum þegar fjallað er um afmörkuð málefni
lesa margs konar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt
taka þátt í samræðum um afmörkuð undirbúin efni og um efni sem hann þekkir
segja frá á skýran hátt og miðla upplýsingum um efni sem hann hefur kynnt sér skrifa lengri samfelldan texta
nota upplýsingatækni og hjálpargögn við ritun texta og upplýsingaöflun
nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla bæði munnlega og skriflega um efni sem hann hefur kynnt sér
tjá eigin skoðanir og persónulega reynslu
tjá sig um efni ritaðra texta af ýmsum toga og hagnýta þá á mismunandi hátt
ræða við aðra af nokkru öryggi um efni sem hann þekkir vel
miðla upplýsingum um undirbúið efni í ræðu og riti
leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra og beita til þess viðeigandi mál- og samskiptavenjum