Borgin Kaupmannahöfn er aðalviðfangsefni áfangans. Fjallað er um menningu borgarinnar og sögu íslenskra námsmanna í Danmörku fyrr og nú. Dagleg samskipti á dönsku eru æfð og nemendur afla sér upplýsinga á dönsku og íslensku í gegnum ýmsa netmiðla og lesefni sem tengjast efni áfangans. Nemendur undirbúa fjögurra daga ferð til Kaupmannahafnar. Þangað er farið og vinna nemendur þar verkefni í tengslum við ferðina sem og eftir heimkomu. Þekktustu staðir borgarinnar og söguslóðir Íslendinga eru heimsóttir.
DANS2SO03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mannlífi og menningu í Kaupmannahöfn.
viðhorfum, gildum og almennum kurteisisvenjum í landinu.
samspili menntunar milli Íslands og Kaupmannahafnar og tengingu námsmanna fyrr og nú.
helstu Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn fyrr og nú.
orðaforða í samræmi við hæfni og leiknimarkmið áfangans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér hagnýtra upplýsinga og taka þátt í samræðum.
skilja talað mál í algengum raunverulegum aðstæðum.
beita tungumálinu skýrt og skiljanlega.
nota upplýsingatækni og önnur hjálpargögn við upplýsingaöflun, undirbúningsvinnu og samantekt.
vinna úr og samþætta upplýsingar samkvæmt þeim venjum sem gilda um heimildavinnu og miðla þeim til annarra á áhugaverðan hátt.
beita tungumálinu skýrt og skiljanlega út frá aðstæðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í almennum samræðum um fjölbreytt málefni.
geta fært rök fyrir máli sínu og brugðist við óvæntum spurningum.
geta tjáð sig skýrt og skiljanlega með rökstuðningi.
fjalla um sérhæfð efni með sérhæfðum orðaforða þar sem við á.
vera fær um að fjalla almennt um menningu og mannlíf Danmerkur.