Nemendur æfast í notkun mismunandi tíða; að segja frá í nútíð, þátíð og framtíð ásamt því að tjá framtíðarplön. Þeir dýpka lesskilning sinn m.a. með því að lesa einfaldaða skáldsögu og æfast í að tjá sig bæði skriflega og munnlega um persónulega hagi, húsnæði, ferðalög og fleira. Nemendur fá aukna innsýn í menningarheim spænskumælandi landa, og vinna menningartengt heimildaverkefni.
SPÆN1FR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
almennum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
grunnatriðum málkerfisins
útbreiðslu spænskunnar ásamt ólíkum venjum, staðháttum og menningu spænskumælandi landa
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja frásagnir og umræður um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
fylgja fyrirmælum á spænsku í kennslustundum
lesa og skilja ýmiss konar einfalda texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni og beita til þess viðeigandi aðferðum
taka þátt í frekar einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og hefur áhuga á og geta beitt kurteisis- og málvenjum við hæfi
skrifa samfellda texta um ýmis kunnugleg efni, svo sem mannlýsingar, umhverfislýsingar, póstkort, frásagnir o.þ.h.
beita helstu reglum um málnotkun á sem réttastan hátt í ræðu og riti
beita viðeigandi námstækni í tungumálanáminu og nýta sér hjálpargögn
nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
njóta einfaldra frásagna og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt
takast á við ýmsar aðstæður í almennum samræðum á sjálfstæðari hátt en áður
segja frá eigin þekkingu, reynslu, áhugamálum, skoðunum og líðan í ræðu og riti
afla sér upplýsinga í textum um almenn efni
greina aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum og draga ályktanir