Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1686819824.43

    Menning spænskumælandi þjóða
    SPÆN2ME05
    14
    spænska
    menning spænskumælandi þjóða
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markviss þjálfun í munnlegri tjáningu, hlustun, lestri, ritun og orðaforðauppbyggingu. Í þessum áfanga er lokið við innlögn grunnþátta málkerfisins auk þess sem valdir þættir eru rifjaðir upp í takt við þarfir nemendahópsins. Nemendur fræðast um menningu og staðhætti spænskumælandi landa, einkum í Rómönsku Ameríku í gegnum texta, kvikmyndir, fyrirlestrar og þemavinnu.
    SPÆN2LE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölþættum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
    • grunnatriðum málkerfisins
    • ólíkri sögu, menningu, staðháttum og þjóðfélagsgerð ýmissa spænskumælandi landa
    • helstu framburðareinkennum hinna ýmsu spænskumælandi þjóða
    • grunnatriðum spænsks málkerfis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fylgja meginþræði í samtölum og frásögnum um kunnugleg málefni, t.d. í fjölmiðlum
    • skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður
    • skilja algengustu orðasambönd sem eru einkennandi fyrir talað mál
    • lesa margs konar gerðir texta og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er
    • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi
    • tjá sig nokkuð skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
    • skrifa samfellda texta af ýmsum toga, s.s. útdrætti, endursagnir, frásagnir og óformleg sendibréf
    • nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina megininntak talaðs máls af ýmsum toga um kunnugleg umræðuefni
    • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
    • taka þátt í skoðanaskiptum og nota til þess viðeigandi orðaforða
    • tjá sig á skýran hátt í ræðu og riti og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni við ýmiss konar aðstæður