Áfram er unnið með færniþættina fjóra. Orðaforðaþekking er dýpkuð verulega til að takast á við sérhæfðari efni. Æ meiri áhersla er lögð á að nemendur tjái sig skriflega og munnlega og öðlist sjálfstæði í vinnubrögðum fyrir slík verkefni. Unnið er með þematengt efni og skipa kvikmyndir frönskumælandi landa þar stærstan sess. Kvikmyndir eru útgangspunktur fyrir ýmiss konar verkefni og er þeim einnig ætlað að auka læsi nemenda á menningu frönskumælandi svæða. Lesskilningur er dýpkaður með lestri á skáldverki.
FRAN2RI05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölþættum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
helstu grunnatriðum málkerfisins
afmörkuðum þáttum í menningu og þjóðfélagi frönskumælandi svæða; siðum þeirra og venjum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um efni af fjölbreyttari toga en áður
skilja ýmiss konar lengri samfellda texta í tengslum við þemu áfangans
taka þátt í samræðum um ákveðin undirbúin og stundum óundirbúin efni í tengslum við þemu áfangans
skrifa lengri samfellda texta tengda efni áfangans
halda munnlega kynningu/fyrirlestur á undirbúnu efni
tjá sig á skýran hátt og beita tungumálinu á viðeigandi hátt án teljandi hnökra við ýmiss konar aðstæður
vinna á sjálfstæðan hátt m.a. með ýmis hjálpargögn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina megininntak talað máls/frásagna af ýmsum toga ef efnið er fremur kunnuglegt
taka þátt í samræðum við fjölbreyttar aðstæður á sjálfstæðan hátt, stundum án undirbúnings
tjá sig um efni áfangans á sjálfstæðan hátt bæði skriflega og munnlega
tileinka sér innihald í lengri og sérhæfðari textum en áður