Í þessum áfanga er að mestu lokið við innlögn helstu þátta fransks málkerfis og nemendur dýpka því verulega þekkingu sína á því. Nemendur auka færni sína í lesskilningi, hlustun, tali og ritun. Orðaforðaþekking er dýpkuð í takt við kröfur um að nemendur geti rætt og ritað um sérhæfðari málefni og er unnið bæði með rauntexta og skáldverk. Munnleg og skrifleg tjáning skipar stærri sess en í fyrri áföngum og lögð er aukin áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda.
FRAN1FF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
almennum og sérhæfðari orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
öllum helstu reglum um framburð, áherslur og hljómfall
öllum helstu grunnatriðum málkerfisins
afmörkuðum þáttum í menningu og þjóðfélagi frönskumælandi svæða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um almennt efni daglegs lífs og sérhæfðari kunnugleg efni þegar talað er nokkuð skýrt
skilja ýmiss konar lengri samfellda texta í tengslum við þemu áfangans
lesa bókmenntatexta af hæfilegu þyngdarstigi og geta tjáð sig í ræðu og riti um hann á sjálfstæðari hátt en áður
taka þátt í samræðum um ákveðin undirbúin efni í tengslum við þemu áfangans
skrifa lengri samfellda texta um kunnugleg efni tengd þemum áfangans
halda kynningu/fyrirlestur á undirbúnu efni í tengslum við þema áfangans
tjá sig á skýran hátt og beita öllum helstu reglum um málnotkun án teljandi hnökra
vinna á sjálfstæðan hátt m.a. með ýmis hjálpargögn
nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina aðalatriði úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er fremur kunnuglegt
taka þátt í samræðum
tjá sig um efni áfangans á sjálfstæðari og fjölbreyttari hátt en áður bæði skriflega og í formi munnlegrar kynningar
afla sér upplýsinga í textum um almenn og sérhæfðari efni
greina aðalatriðin í stuttum og lengri textum af mismunandi toga