Áfanginn skal veita grunnþekkingu á verkfærum leikarans í spunavinnu. Mikil áhersla er lögð á að að þjálfa öguð, skapandi og jákvæð vinnubrögð. Unnið er með öll þau tækifæri sem felast í spunavinnu.
LEIK1GR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu spunasena
persónusköpun í spunasenum
jákvæðni í samvinnu á sviði
mikilvægi hlustunnar í spunavinnu
tækifærunum sem felast í mistökum
mikilvægi mótleikarans
mikilvægi þess að treysta hugmyndum sínum
hver verkfæri leikarans í spunavinnu eru (rödd, líkami, tilfinningar og ímyndunarafl)
mismunandi leikstílum
ólíkum spunaformum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna spunasenur á sviði í samvinnu við aðra
skapa skýrar persónur á sviði
taka við uppbyggilegri gagnrýni
vinna í virkri hlustun
vinna hratt og örugglega og véfengja ekki ákvarðanir sínar
nýta mistök sín sem tækifæri
tjá sig um uppbyggingu eigin ariða og atriða samnemenda sinna
beita verkfærum leikarans í spuna
nýta sér mismunandi leikstíla
beita sjálfstæðum vinnubrögðum og sjálfsaga í leiklistarvinnu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna spunasenu þar sem grunnreglum spunans er fylgt
geta nýtt spuna til að búa til heilsteyptar persónur
greina senur og persónur út frá grunnreglum spunans
gera sér grein fyrir og nýta frumkvæði sitt
setja sig í spor persóna og nýta verkfæri leikarans til túlkunnar á sviði
beita virkri hlustun og orkustigi í samvinnu og sviðsvinnu
beita sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði í spuna
geta unnið án ritskoðunar á sjálfan sig, aðra og framvindu meðan á gólfvinnu stendur
sýna jákvætt og uppbyggilegt viðhorf í sköpunarvinnu gagnvart sjálfum sér og öðrum