Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1686915290.02

    Betra samfélag
    LEIK2BS05
    19
    leiklist
    baksviðs
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur hugtakinu samfélagslistir og vinna verkefni tend sviðslistum út í samfélaginu. Einnig fá þeir innýn inn í ólíkar leiðir og listsköpun starfandi sviðslistafólks í landinu. Vinnan gengur út á valdeflingu og að opna augu nemenda fyrir ólíkum leiðum í sviðsetningu. Mikil áhersla er lögð á að tengja nám nemenda út í samfélagið, bæði þeirra nærsamfélag og út í fagsamfélag sviðslistafólks. Áfanginn er tvískiptur. Í öðrum hlutanum vinna nemendur sjálfstætt að uppsetningum og verkum með ólíkum samfélaghópum í nærumhverfinu s.s. eldri borgurum, leikskólabörnum og/eða nemendum innan FG. Í hinum hluta áfangans læra nemendur trúðatækni og einnig fá nemendur kynningu á ólíkum fagstéttum sem starfa innan leikhússins og því víðtæka starfi sem þar fer fram.Listamenn úr ólíkum áttum gefa nemendum innsýn inn í vinnu sína og hugmyndir um hvernig hægt er að útfæra og sviðsetja verk á ólíkan hátt inn í samfélaginu.
    LEIK2SL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samfélagslistum
    • tækni trúðsins
    • hugtakinu valdefling
    • fræðilegum og sögulegum þætti samfélagsleikhúss
    • möguleikum í listsköpun með ólíkum samfélagshópum
    • starfi fagstétta í sviðslistum eins og leikstjóra, sviðshöfunda, handritahöfunda, leiksmynda- og búningahönnuða o.s.frv.
    • ólíkum leiðum við sviðsetningu út frá mismunandi sjónarhornum
    • þeim möguleikum sem leikhúsformið býður upp á
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna að listsköpun með ólíkum samfélagshópum
    • fjalla um og greina samfélagið í gegnum leiklist
    • vinna sviðsvinnu út frá tækni trúðsins
    • vinna að sviðsetningu með leikhópi
    • beita ólíkum aðferðum og sjónarhornum við sviðsetningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja leiklist inn í samfélagið
    • vinna heilstætt verk tengt samfélagslistum
    • tjá sig um samfélagslistir og setja í samhengi við eigin vinnu
    • segja frá starfandi fagfólki í sviðslistum og listrænni nálgun þeirra
    • nýta sér trúðatækni í vinnu sinni