Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1686921439.95

    Rödd og texti
    LEIK2RT05
    20
    leiklist
    rödd og texti
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áhersla í áfanganum er á að kenna mismunandi aðferðir í textameðferð bæði textaflutningi og textaskilningi. Unnið er með ólíka texta í bundnu og óbundnu máli og nemendur fá tækifæri til að nálgast textavinnu á persónulegan hátt. Nemendur læra að vinna texta til flutnings, farið er í grunnvinnu í raddbeitingu og hljóðmótun og þeir fá þjálfun í að hlusta á og flytja mismunandi gerðir texta. Einnig fá nemendur kennslu í raddheilbrigði.
    LEIK1GR05 og LEIK1SP05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig vinna á leiktexta til túlkunar á leiksviði
    • hvernig röddin virkar sem líffæri og hvernig á að halda henni heilbrigðri
    • eigin rödd og möguleikum hennar til túlkunar
    • ólíkum aðferðum og leiðum við textaflutning
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hita upp rödd og líkama
    • beita röddinni á blæbrigðaríkan hátt
    • nota röddina á heilbrigðan hátt
    • miðla þekkingu sinni um raddbeitingu og raddheilbrigði
    • skrá hugleiðingar um eigin radd- og textavinnu
    • greina bundinn og óbundinn texta til túlkunar og flutnings
    • greina opinberan textaflutning t.d. í útvarpi, sjónvarpi og leikhúsi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita röddinni á heilbrigðan og blæbrigðaríkan hátt
    • tengja saman radd- og líkamsbeitingu
    • segja frá og skrifa um ólíka möguleika við túlkun og flutning á texta
    • tjá sig í ræðu og riti um eigin getu í textaflutningi
    • nýta radd- og textaæfingar í eigin textavinnu