Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1686921823.94

    Saga leiklistar
    LEIK2SL05
    21
    leiklist
    saga leiklistar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur kynnast íslenskri leiklistarsögu sem og mikilvægum straumum og stefnum í vestrænni leikhúshefð 20.aldar. Tíðarandinn sem mismunandi verk og kenningar spruttu úr er skoðaður og einnig viðhorf og gildi þess tíma. Nemendur læra um nokkra þekktustu og áhrifamestu leikhúslistamenn og fræðimenn 20.aldar og hugmyndir þeirra um leikhús.
    LEIK1GR05 og LEIK1SP05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • áhrifamiklum leikhúsfræðimönnum sem hafa haft afgerandi áhrif á þróun leiklistarsögunnar
    • hvernig tíðarandinn, viðhorf og gildi hafa áhrif á leikhúsið hverju sinni
    • nokkrum mótandi þáttum og einstaklingum í íslenskri leiklistarsögu
    • mikilvægum nöfnum og staðreyndum í íslenski leikhússögu
    • á hvaða grunni leiklist nútímans er byggð á og hvar áhrifa sögunnar gætir enn
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér heimilda um leiklist og leiklistarsögu
    • fjalla um leiklistartengd málefni á fjölbreyttan hátt
    • tjá sig í ræðu og riti um leiklistarsögu sem og leikskáld og leikhúslistamenn
    • greina hvar áhrif sögunnar er að finna í leikhúsi nútímans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um leiklistarsögu 20.aldar, mikilvæg leikskáld og leikhúsfræðimenn í ræðu og riti
    • tengja hugmyndir sínar um leikhús nútímans við mikilvægar staðreyndir leiklistarsögunnar
    • gera sér grein fyrir hvernig leiklistin hefur þróast í gegnum árin
    • setja vestræna leikhússögu í samhengi við þá íslensku og hvernig leikhúsið speglar samfélag sitt á mismunandi tímapunktum