Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1687946958.34

    Endurlagnir og viðgerðir
    ENVI2PL05
    1
    Endurlagnir og viðgerðir
    Pípulagnir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er nemendum kynnt eldri hitakerfi, tæki og lagnaefni s.s. geislahitun, gólflistahitun, yfirhitun, kola- og olíukyntir katlar, olíubrennarar, múffuð pottrör blý- eða brennisteinsþétt, helstu lagnaefni til endurlagna í byggingum og val á lagnaleiðum. Eldri lagnir verða skoðaðar og metnar, eldri steinröralagnir í grunnum skoðaðar myndrænt, kynntar aðferðir við að klæða eldri frárennslislagnir að innan. Fjallað er um öryggismál og hollustuvernd, einkum hugsanlegar hættur við rif eldri lagnakerfa og endurlagnir, m.a. leynda smithættu og hættu af asbesti. Nemendur læra um brunavarnir við endurlagnir, fyrirbyggjandi viðhald lagnakerfa og forvinnslu lagnahluta. Sérstök áhersla er lögð á framkomu iðnaðarmannsins og umgengni þegar unnið er að endurlögnum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eldri lagnakerfum og lagnaefni.
    • helstu lagnaleiðum, -hefðum og hitatækjum frá fyrri tímum.
    • neysluvatnstækjum fyrri tíma.
    • helstu hættum sem geta leynst í eldri lagnakerfum og viðbrögð við þeim.
    • hættulegum efnum í eldri húsum s. s. asbesti og smitsjúkdómum sem geta leynst í eldri frárennslislögnum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta hættur og varúðarþörf í gömlum lagnakerfum.
    • meta þörf fyrir brunavarnir og notkun slökkvitækja.
    • sýna góða umgengni og alúð í vinnu við endurlagnir.
    • nota myndavélar til skoðunar og mats á frárennslislögnum.
    • meta frárennslislagnir í grunnum eldri húsa eftir aldri og efni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • annast viðhald og viðgerðir á eldri lagnakerfum og tækjum.
    • meta eldri lagnakerfi, gera tillögur til úrbóta og verja húshluta og innbú gegn skaða við endurlagnir.
    • velja lagnaefni og lagnaleiðir við endurlagnir í eldri hús.
    • meta upphitunarþörf einstakra rýma og forstilla ofnloka í samræmi við það mat.
    • skipuleggja og setja saman kerfi um fyrirbyggjandi viðhald.
    • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.