Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1687949059.09

    Hreinlætistæki
    HREI2PL05
    5
    Hreinlætistæki
    Pípulagnir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um helstu hreinlætis- og þvottatæki sem notuð eru á heimilum, stofnunum og vinnustöðum, hvernig á að tengja þau og festa og hvaða ráðstafanir þarf að gera við tengingu þeirra til að koma í veg fyrir vatnsskaða. Blöndunartæki, bæði handvirk og sjálfvirk eru kynnt, þau síðarnefndu eru tekin sundur og sett saman til að kynna virkni þeirra. Ýmis sértæki eru kynnt s. s. sorpkvarnir við eldhúsvaska og dælur við salernisskálar og þvottavélar. Nemendur fá innsýn í uppsetningu og tengingu á heitum pottum og farið vel yfir hvernig þær tengingar eiga að vera til að tryggja öryggi. Áhersla er lögð á að lesa vel leiðbeiningar með tækjum áður en tæki eru tengd og gangsett.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gerðum og virkni sjálfvirkra blöndunartækja.
    • öllum gerðum hreinlætistækja.
    • öllum rafknúnum þvottatækjum sem notuð eru á heimilum og annarsstaðar.
    • möguleikum og hagkvæmni þess að nota salernisdælur.
    • heitum pottum og öryggiskröfum vegna tenginga og notkunar þeirra.
    • tæknilegum leiðbeiningum með tækjum.
    • vatnsöryggisskynjurum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • jarðtengja ýmis hreinlætistæki.
    • setja upp og tengja öll heimilistæki sem tengjast vatni og frárennsli.
    • beita sérstökum aðgerðum í votrýmum til að fyrirbyggja vatnsskaða.
    • koma í veg fyrir millirennsli heitra og kaldra lagnakerfa.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp og tengja mismunandi gerðir af hreinlætistækjum.
    • setja upp og tengja mismunandi gerðir af þvottavélum og uppþvottavélum.
    • setja upp og tengja mismunandi gerðir af blöndunartækjum, handvirkum sem sjálfvirkum.
    • setja upp og tengja heita potta.
    • tengja sorpkvarnir við eldhúsvaska og dælur við salernisskálar.
    • vinna í samræmi við öryggisreglur og öryggisbúnað.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.