Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1687949677.32

  Plastsuða
  PLSU2PS05
  1
  Plastsuða
  Plastsuða
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum læra nemendur að spegil- og múffusjóða plaströr og tengja plaströr með rafsuðumúffum. Lögð er áhersla á meðferð hita- og logsuðutækja og öryggisreglur þar að lútandi. Kennslan er aðallega verkleg.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnreglum fyrir suðu og límingu plaströra.
  • umgengni og öryggisreglum varðandi gashylki og suðutæki.
  • sprengihættu sem stafar af gasi og súrefni.
  • nauðsyn brunavarna við suðuvinnu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • spegil- og múffusjóða og líma plaströr.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • plastsjóða og líma plaströr.
  • beita reglum um meðferð gass, súrefniskúta og logsuðutækja.
  • meta og bregðast við nauðsyn brunavarna við suðuvinnu.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.