Í áfanganum læra nemendur að spegil- og múffusjóða plaströr og tengja plaströr með rafsuðumúffum. Lögð er áhersla á meðferð hita- og logsuðutækja og öryggisreglur þar að lútandi. Kennslan er aðallega verkleg.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnreglum fyrir suðu og límingu plaströra.
umgengni og öryggisreglum varðandi gashylki og suðutæki.
sprengihættu sem stafar af gasi og súrefni.
nauðsyn brunavarna við suðuvinnu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
spegil- og múffusjóða og líma plaströr.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
plastsjóða og líma plaströr.
beita reglum um meðferð gass, súrefniskúta og logsuðutækja.
meta og bregðast við nauðsyn brunavarna við suðuvinnu.
Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.