Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1687954889.42

  Teikningar og verklýsing í pípulögnum III
  TEIK3PR05
  16
  teikning
  Teikn og verk
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum öðlast nemendur þekkingu og færni í að lesa og teikna uppdrætti af sérhæfðum lagnakerfum eins og snjóbræðslu-, gas- og vatnsúðakerfum, kæliröftum m.m. Jafnframt er farið yfir teiknitákn og teiknireglur fyrir stýringar og tæknibúnað lagnakerfa og komið inn á reyndaruppdrætti m.a. vegna endurlagna og viðgerða. Lögð er áhersla á gerð notkunarleiðbeininga fyrir lagnakerfi og komið inn á gæðamál, staðla og verklýsingar. Nemendur læra um notkun tölvutækni við gerð og miðlun lagnauppdrátta og annarra hönnunargagna. Kennslan byggist aðallega á verkefnavinnu nemenda og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sérhæfðum lagnakerfum og tæknibúnaði lagnakerfa.
  • ákvæðum byggingareglugerðar sem eiga við um sérhæfð lagnakerfi.
  • reglum Brunamálastofnunar og Vinnueftirlitsins um gaslagnir.
  • stöðlum um mannvirkja- og tækniteikningar sem tengjast lagnabúnaði.
  • tæknilegum útfærslum einstakra sérhæfðra lagnakerfa.
  • uppdráttum og teiknitáknum fyrir sérhæfð lagnakerfi og tæknibúnað.
  • fagheitum og efnisnotkun í lagnateikningum fyrir sérhæfð lagnakerfi.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita reglum um endurlagnir og viðgerðir á lagnakerfum.
  • nota Rb-blöð í upplýsingaleit og við gerð teikninga.
  • lesa og vinna með teikningar af sérhæfðum lagnakerfum, stýringum og tæknibúnaði.
  • lesa og skilja merkingar á teikningum og meðfylgjandi verklýsingar.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nota algengustu teikniforrit á tölvu og beita þeim við gerð og miðlun lagnauppdrátta og annarra hönnunargagna.
  • gera notendaleiðbeiningar fyrir lagnakerfi út frá uppdrætti og verklýsingu.
  • gera efnisáætlun fyrir sérhæfð lagnakerfi og tækjaklefa.
  Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.