Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1687955106.21

    Áætlanir og gæðastjórnun
    ÁÆST2SA05
    1
    Áætlanir og gæðastjórnun
    Áætlanir og gæðastjórnun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum læra nemendur að nýta sér tölvur við útreikninga, verkáætlanir og notkun eyðublaða við gæðastjórnun. Kennd eru grunnatriði töflureiknis og verkáætlanaforrits til að hafa yfirsýn yfir kostnaðarþætti, verkefnastýringu, gerð tímaáætlana og endurskoðun áætlana. Kennd er notkun helstu eyðublaða og farið í stjórnunar‐ og verkferla gæðatryggingar við verklegar framkvæmdir. Farið er í gagnainnslátt í töflureiknum, breytingar á skjölum, forsnið, röðun gagna, útlitshönnun og kenndar ýmsar aðrar grunnaðgerðir. Fjallað er um áætlanagerð eins og sundurliðun verkefna, og Gantt‐rit í nýjustu forritum. Áfanginn er sniðinn að þörfum bygginga‐ og mannvirkjagreina og fer kennslan að mestu fram með raunhæfum verkefnum þar sem m.a. er unnið með verðskrár einstakra iðngreina. Nemandi öðlist hæfni til þess að nota byggingarreglugerð og kunni skil á skipulagslögum.
    Æskilegt er að nemendur taki þennan áfanga á lokaönn námsins.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingarreglugerð og skipulagslögum.
    • verk- og tímaáætlunum.
    • verkefnastýringu/gæðastjórnun.
    • byggingaferli.
    • verðskrám iðngreina og kostnaðaráætlunum.
    • gerð kostnaðaráætlana í töflureikni.
    • tölvuforritum til að gera verkáætlanir og hagnýtingu þeirra.
    • skipuritum og starfslýsingum.
    • dagbókarhaldi og úttektum.
    • innra eftirliti með einstökum verkþáttum.
    • hefðbundnu byggingaferli frá hugmynd til lokaúttektar.
    • lögum og reglugerðum um skipulags‐ og byggingarmál.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • magntaka og kostnaðarreikna einfalda þætti verklegra framkvæmda.
    • gera verk og tímaáætlanir.
    • fylgja eftir gæðastjórnun á verkferlum.
    • vinna eftir bygginga‐ og skipulagslögum.
    • nota töflureikni við útreikninga.
    • nota verkáætlanaforrit við gerð tímaáætlana.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • magntaka og kostnaðarreikna einfalda verkþætti á sjálfstæðan hátt.
    • beita tíma‐ og hráefnisskráningu.
    • vinna með tölvuforrit til að gera verkáætlanir.
    • beita og fylgja eftir innra eftirliti með einstökum verkþáttum.
    • fara að lögum og reglugerðum um skipulags‐ og byggingarmál.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.