Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1687955975.37

  Starfsþjálfun í pípulögnum II
  STAÞ3PL30
  101
  Starfsþjálfun
  Pípulagnir
  Samþykkt af skóla
  3
  30
  Áfanginn felur í sér starfsþjálfun á námssamningi þar sem nemandi beitir þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem hann hefur aflað sér í náminu. Starfsþjálfun á vinnustað er ætlað að þjálfa frekar hæfni nemenda á þeim sviðum sem nám þeirra á brautinni nær til. Á vinnustað fá þeir tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni við þær aðstæður sem fyrir hendi eru hverju sinni. Nemendur kynnast af eigin raun þeirri menningu sem fyrir hendi er í íslenskum fyrirtækjum og eru beinir þátttakendur í henni. Gert er ráð fyrir að hverjum nema fylgi ferilbók þar sem grein er gerð fyrir þjálfun hans. Þeir verkþættir sem nemandi framkvæmir eru tíundaðir, mat lagt á framgöngu hans, verktækni, vinnuhraða og hæfni í viðkomandi iðngrein. Bera nemandi og atvinnurekandi eða fulltrúi hans sameiginlega ábyrgð á skráningu í ferilbók.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • verksviðum fagsins.
  • öryggis- og umhverfisatriðum sem snerta fagið.
  • gæðakröfum sem snerta fagið.
  • efnum og áhöldum sem tilheyra faginu.
  • upplýsingaöflun sem viðkemur faginu og nýtist við þróun í starfi.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fylgja hönnunargögnum.
  • vinna í samræmi við gildi og stefnu vinnustaðar.
  • vinna með hliðsjón af gæðakröfum og viðurkenndu verklagi.
  • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað.
  • beita fjölbreyttum aðferðum til að ná markmiðum í starfi.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna sjálfstætt að verkefnum sem tilheyra faginu.
  • vinna hratt og af nákvæmni.
  • meta eigin verk og annarra.
  • nota áhöld og tæki og sinna viðhaldi á þeim.
  • beita sér rétt við vinnu.
  • sýna þjónustulund og góða umgengni og umhirðu á vinnustað.
  • fylgjast með nýjungum innan fagsins og vaxa í starfi.
  Leiðbeinandi mat