Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1687959128.82

    Stýringar og tæknibúnaður
    SOGT3PL05
    3
    Stýri og tæknibúnaður
    Pípulagnir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um stýringar og stillingar á lagnakerfum s.s. rafeindabúnað, mismunandi gerðir hans, virkni og helstu eiginleika. Kennd eru helstu stýringarlögmál, uppsetning sjálfvirknibúnaðar, bilanaleit, stillingar og fyrirbyggjandi viðhald. Farið er yfir forsendur þess að velja varmaskipta, dælur og stýriventla, farið yfir allar helstu gerðir af lokum og hitakerfi jafnvægisstillt. Lögð er áhersla á skipulega uppsetningu tækja og lagna í tækjaklefum, merkingar lagnahluta og tækja og gerð handbóka um kerfi og/eða skýringartöflur.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallaratriðum stýringa og stillinga á lagnakerfum.
    • algengustu stýringalögmálum fyrir stjórnun lagnakerfa.
    • varmaskiptum, gerð þeirra og virkni.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa einfaldar teikningar með rafmagns- og rafeindarásum.
    • stilla stjórnbúnað með aðstoð handbóka.
    • finna út forsendur fyrir vali á varmaskiptum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp, tengja og stilla stýritæki og tæknilegan búnað lagnakerfa.
    • setja upp og tengja rafeindabúnað s.s. stjórnbúnað og skynjara.
    • forrita hitasjálfvirknibúnað í minni hitakerfum.
    • framkvæma einfalda bilanaleit.
    • jafnvægisstilla hitakerfi samkvæmt gögnum frá hönnuði.
    • merkja loka, mæla og stýribúnað í tengiklefum.
    • semja handbók og setja upp skýringatöflu fyrir búnað lagnakerfa.
    • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað.
    Símat. Verkefni sem tengjast hæfniviðmiðum áfangans verða lögð fyrir og metin.