Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Þríhyrningar, rúmfræði, prósentur og annars stigs jöfnur
þrívíð rúmfræði
Í áfanganum verður farið í flatarmál og rúmmál, einshyrnda þríhyrninga, prósentur, hornaföll, hringi, annars stigs jöfnur og fleygboga.
STÆR1RJ05 eða hæfnieinkunn að lágmarki B úr grunnskóla.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Undirstöðuatriðum algebru, veldum og rótum
- Flatarmáli, ummáli og rúmmáli ýmissa forma
- Einkenni þríhyrninga, hornaföll og einslögun
- Horn í hring
- Prósentureikningi og vaxtareikningi
- Annars stigs jöfnum
- Fleygbogum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Notað reiknivél við lausn þeirra verkefna sem tilheyra áfanganum
- Nota veldareglur
- Vinna með einslögun og hornaföll í rétthyrndum þríhyrningum
- Reikna flatarmál, ummál og rúmmáli ýmissa forma
- Lýsa formum og eiginleikum þeirra
- Notað prósentureikning og vaxtareikning
- Leysa annars stigs jöfnur
- Teikna fleygboga í hnitakerfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Nota jöfnur við lausn ýmissa verkefni
- Beita aðferðum rúmfræðinnar við lausn ýmissa verkefna
- Beita skipulögðum aðferðum við leit að lausn verkefna og geta útskýrt aðferðir sínar
- Fylgja röksemdarfærslum og skilja þær
- Nýta sér stærðfræðikunnáttu í daglegu lífi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá