Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1690295622.23

  Íslenskar glæpasögur
  ÍSLE3ÍG05
  123
  íslenska
  uppruni þeirra og ferill, íslenskar og erlendar glæpasögur
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum verða lesnar íslenskar glæpasögur, lítillega fjallað um sögu glæpasagnaritunar og nokkrir þekktir glæpasagnahöfundar kynntir. Glæpasöguformið verður skoðað og skilgreint og fjallað um stöðu glæpasögunnar innan bókmenntanna. Í áfanganum verða einnig skoðuð tengsl þessara bókmennta við aðra miðla svo sem sjónvarp og kvikmyndir.
  A.m.k. 10 einingar í íslensku á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • einkennum og formi bókmenntategundarinnar
  • sögu og þróun glæpasagnaritunar á Íslandi
  • sögu og þróun glæpasagnaritunar í Evrópu og Bandaríkjunum
  • stöðu bókmenntagreinarinnar innan bókmennta
  • tengslum bókmenntagreinarinnar við aðra miðla svo sem kvikmyndir og sjónvarp
  • nokkrum verkum íslenskra glæpasagnahöfunda
  • notkun heimilda og hjálpargagna í tengslum við verkefnavinnu
  • frágangi og skráningu heimilda
  • grundvallarreglum við byggingu og uppsetningu ritsmíða
  • grunnhugtökum í bókmenntafræði og beitingu þeirra
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar þegar verið er að fjalla um einkenni og form bókmenntategundarinnar þ.e. glæpasögunnar
  • lesa og fjalla um glæpasögur á gagnrýninn og fræðilegan hátt • flytja skýra, vel uppbyggða kynningu og geta lagt áherslu á meginþætti og atriði sem skipta máli
  • taka þátt í og stuðla að málefnalegum umræðum eða rökræðum um glæpasöguformið og glæpasögur
  • skoða og fjalla á málefnalegan hátt um tengsl greinarinnar við aðra miðla
  • vinna að skapandi verkefnum þar sem lögmálum glæpasögunnar er beitt
  • draga saman og nota á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
  • rita heimildaritgerð þar sem beitt er gagnrýnni hugsun við úrvinnslu
  • ganga frá heimildaverkefnum og – ritgerðum með viðurkenndum hætti
  • tjá rökstudda afstöðu um bókmenntir, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel rökstuddri niðurstöðu
  • flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • dýpka lesskilning sinn
  • auka og bæta við orðaforða og málskilning
  • auka skilning sinn á mikilvægi afþreyingarefnis og hvaða lögmálum það lýtur í samfélaginu
  • auka skilning sinn og þekkingu á mannlegu atferli í gegnum lestur skáldverka
  • nýta sér sköpunarmátt íslenskunnar til að semja eigið verk
  • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta
  • taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
  • greina aðalatriði og beita gagnrýnni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
  • átta sig á samfélagslegum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum
  • flytja kynningar á verkefnum af öryggi
  • beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
  • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið og sýna frumkvæði í verkefnavali og úrvinnslu
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá