Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1691579808.15

    Hreyfing
    ÍÞRÓ1HR02
    76
    íþróttir
    heilsurækt
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Áfanginn er verklegur og miðar að því að nemendur fái almenna líkamlega hreyfingu og þjálfun á fjölbreyttan hátt. Leitast verður við að nemandi geti fundið sér hreyfingu við hæfi. Nemendur kynnast mismunandi hreyfingu og íþróttagreinum sem þeir geta stundað sem hluta af sínum lífsstíl í framtíðinni. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti upphitunar, þols, styrks og liðleika.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • áhrifum líkams- og heilsuræktar fyrir andlega og líkamlega vellíðan
    • mikilvægi uppbyggilegrar samvinnu
    • tækifærum sem felast í að hreyfa sig á skólatíma
    • leikreglum í helstu íþróttagreinum
    • nauðsyn góðrar upphitunar
    • mikilvægi úthalds- styrktar- og liðleikaþjálfunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda helstu íþróttagreinar
    • nýta sér fjölbreytta möguleika til hreyfingar
    • vinna með hópi sem vinnur að sameiginlegu markmiði
    • taka við uppbyggilegri gagnrýni
    • vinna í stórum hópi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • mynda félagsleg tengsl
    • nýta heilsulæsi sitt til að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu
    • viðhalda og/eða bæta líkamlega heilsu sem er metin með ástundun
    • geta unnið sjálfstætt og í hópi
    • upplifa áhrifaríka og gagnlega þjálfun
    • meta hvaða hreyfing hentar miðað við áhuga og lífsstíl
    • velja framhaldsáfanga sem fellur að áhuga og getu