Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1691585347.99

    Nýklassík til abstrakt expressjónisma
    LIST2NA05
    3
    listasaga
    nýklassík til abstrakt expressjónisma
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður listasaga Vesturlanda frá nýklassík til abstrakt expressjónisma kennd. Fjallað verður meðal annars um nýklassík, rómantík, raunsæisstefnuna, impressjónisma, expressjónisma, abstrakt list, dada, súrrealisma og abstrakt expressjónisma. Nemendur fá þjálfun í að fjalla um listasöguna og sögulega þróun með því að skrifa rannsóknarritgerð þar sem einn listamaður og sú stefna sem hann vann í er tekinn til umfjöllunar og niðurstöðurnar kynntar fyrir samnemendum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu stíleinkennum í myndlist frá nýklassík til abstrakt expressjónisma
    • nöfnum og verkum helstu myndlistarmanna á tímabilinu
    • hvernig myndlist einstakra myndlistarmanna breytist með tíma og breyttum viðhorfum
    • hvernig samfélagsgerð og tíðarandi hefur áhrif á hugmyndir, viðfangsefni og útfærslu verka myndlistarmanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla sögulegri þekkingu
    • vinna með ritaðar heimildir á skipulagðan hátt
    • nota APA kerfið
    • greina sögulega þróun myndlistar og samhengi hennar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman, finna tengsl, einfalda og draga ályktanir af listasögunni og þróun hennar
    • vinna sjáfstætt og setja fram sögulegar greiningar
    • vinna skipulega með sögulegan texta og setja fram á rökrænan hátt
    • meta gæði heimilda
    • skrifa rannsóknarritgerð