Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1691587943.09

    Grunnáfangi
    LJÓS2GR05
    16
    ljósmyndun
    grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum fá nemendur kennslu í grunnþáttum ljósmyndunar. Þeir búa til pinhole myndavél, taka á hana myndir, framkalla þær og vinna áfram í myndvinnsluforriti. Nemendur læra á analog myndavélar. Taka myndir á filmur, framkalla þær og stækka eftir þeim á pappír í myrkraherbergi. Nemendur læra að taka myndir á stafræna ljósmyndavél/síma, þar sem þeir læra á stillingar vélarinnar/símans s.s. hvernig stilla á myndavélina miðað við aðstæður og myndefni og ýmsa aðferðir varðandi myndatökurnar með áherslu á myndbyggingu og lýsingu. Nemendur læra að vinna með ljósmyndirnar í tölvu með myndvinnsluforritum. Nemendur vinna nokkrar mismunandi myndaseríur, bæði stutt og lengri verkefni, þar sem unnið verður út frá heimildaljósmyndun, mannamyndum, landslagi, stúdíóljósmyndun o.fl. Nemendur kynnast verkum íslenskra og erlendra ljósmyndara og listamanna sem vinna með ljósmyndir. Áhersla er lögð á að nemendur skoði valdar ljósmyndir og þjálfist í að ræða um þær.
    TEIK1GR05 og LITA1LT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig ljósmyndir verða til með gömlum aðferðum þ.e. með filmu og vinnu í myrkrakompu
    • hvernig ljósmyndir verða til með stafrænni tækni
    • mismunandi stillingum myndavélarinnar
    • hvernig vinna má með ljósmyndir í tölvu
    • hvernig starfandi ljósmyndarar og listamenn vinna með ljósmyndir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka ljósmyndir á einfalda og flóknari filmuvél og vinna þær í myrkrakompu
    • taka ljósmyndir á stafræna myndavél og vinna með þær í tölvu
    • taka mismunandi gerðir af ljósmyndum með þeim stillingum á myndavélinni sem við eiga hverju sinni
    • velja ljósmyndir og skoða þær í samhengi og ræða um þær
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt með mismunandi ljósmyndatökur
    • vinna með ljósmyndirnar áfram bæði í myrkrakompu og ekki síst í tölvu
    • skjalfesta með ljósmyndum bæði vinnuferli við gerð myndverka og lokaverkin sjálf
    • meta og ræða um eigin verk og annarra