Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1691588521.94

    Þrívídd
    SKÚL3ÞV05
    1
    skúlptúr
    þrívídd
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verða unnin þrívíð myndverk. Í áfanganum verður unnið í ólík efni. Möguleikar innsetninga og ýmiss konar samsetninga kannaðir og innsetningarhugtakið kynnt. Unnið með arkítektúr og vinna arkítekta kynnt. Farið í flóknari mótun og afsteyputækni. Nemendur nýta sér áfram þrívíddarteikniforrit, þrívíddarprentara, laserskera og flóknari líkanagerð við vinnslu og framsetningu hugmynda sinna. Nemendur vinna markvisst í hugmyndabanka og skrá niður hugmyndir og tilraunir sem sýna vinnuferlið til dæmis með stafrænum aðferðum. Nemendur fá þjálfun í að ræða um og gagnrýna verk sín og annarra nemenda. Nemendur fara með kennara og á eigin vegum á sýningar sem tengjast efni áfangans og skila umfjöllun um þær. Íslenskir og erlendir listamenn sem vinna verk með þeirri tækni sem kennd er í áfanganum verða kynntir.
    SKÚL2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eiginleikum ólíkra efna til skúlptúrgerðar
    • mismunandi aðferðum til skúlptúrgerðar: móta, höggva, byggja, setja saman, búa til innsetningu
    • flóknari líkanagerð
    • þrívíddarteikniforriti
    • starfi íslenskra myndhöggvara
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • byggja upp verk í þrívídd
    • nota mismunandi efni til skúlptúrgerðar
    • móta, höggva, byggja, setja saman og búa til innsetningar
    • nýta sér þrívíddarforrit og líkanagerð við hugmyndavinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skapa þrívíð myndverk sem unnin eru á sjálfstæðan hátt þar sem fram kemur frumkvæði, innsæi, sérstæði og sjálfstraust
    • fjalla um verk sín og hugmyndir á vitsmunalegan og skapandi hátt þar sem rými er gefið fyrir tilfinningar og innsæi