Í áfanganum læra nemendur um mismunandi textílhráefni, flokkun þeirra og eiginleika. Kynntar verða aðferðir við að vinna textíl t.d. þæfing, prjón og hekl og aðferðir við að lita textíl, stenslun og að þrykkja á efni. Nemendur skoða hvernig hægt er að nota þessar aðferðir á skapandi og óhefðbundinn hátt í hönnun. Skoðað er hvaða atriði er mikilvægt að hafa í huga þegar hanna á textílefni. Farið er í vettvangsferðir eftir því sem tækifæri gefast á sýningar og í fyrirtæki.
Engar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi hráefnum og eiginleikum þeirra
framleiðsluferli hráefna úr trefjum í voðir
helstu vefnaðargerðum og sérkennum þeirra
helstu eftirmeðhöndlunum efna og hvaða breytingar þær hafa á efni
gömlum íslenskum handbrögðum við ullarvinnslu
alþjóðlegum meðferðarmerkingum og meðhöndlun efna
heimstextíl og mismunandi aðferðum þjóða við vinnslu á honum
mismunandi aðferðum við að vinna textíl eins og þæfingu, prjón og hekl
mismunandi aðferðum við að lita efni, þrykkja og stensla
hönnun textílefna og mikilvægum atriðum í því sambandi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina á milli helstu vefnaðargerða
útskýra framleiðsluferli textílhráefna
lesa alþjóðlegar meðferðarmerkingar á textíl
lita efni með mismunandi aðferðum, stensla, þrykkja og mynstra
þæfa, prjóna og hekla einfaldar prufur
fjalla um íslensku ullina og séríslensk handbrögð við vinnslu hennar
nýta sér mismunandi aðferðir til að útfæra eigin hönnun á skapandi og óhefðbundinn hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nýta sér þæfingu, hekl og prjón í eigin hönnun og listsköpum