Í áfanganum læra nemendur textílhönnun og aðferðir við að vinna textíl bæði fyrir fatnað og textílvörur. Nemendur kynnast skapandi munsturgerð með mismunandi aðferðum. Nemendur eru þjálfaðir í notkun litaskala og þemavinnu við hönnun. Kynntar eru ýmsar aðferðir til að vinna yfirborð efna á skapandi hátt m.a. quilt, bútasaumur, fríspor, útsaumur og aðrar óhefðbundnar aðferðir. Nemendur vinna vandaða hugmyndamöppu með prufum unnum með mismunandi aðferðum og útlistun á aðferðum. Út frá þeim vinna nemendur hugmyndavinnu og þjálfast í að vinna með þær á skapandi hátt. Lokaverkefni er unnið út frá þema og útfærð á vandaðan hátt í fullunna vöru.
TEXT2VA05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
í hverju textílhönnun felst bæði fyrir fatnað og textílvörur
hugmyndum að mismunandi munstrum út frá munstureiningum á mismunandi hátt
hvernig litaskalar og þemavinna tengjast textílhönnun
mismunandi aðferðum við yfirborðsvinnu á textíl
skissu- og hugmyndavinnu að textílefnum og textílvörum
íslenskum og alþjóðlegum textílhönnuðum og textíllistamönnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna hugmyndir að textílefnum og textílvörum og koma þeim frá sér á vandaðan hátt
vinna með munstureiningar og setja þær saman í mismunandi munstur í tölvu
setja saman litaskala og tengja þá þemavinnu
vinna yfirborðsvinnu á textíl
afla sér upplýsinga um hönnuði og listamenn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
koma til skila hugmyndum að fatnaði
tjá sig í tískuteikningu á persónulegan hátt
velja rétt verkfæri fyrir verkefni
skoða verk tískuteiknara í gegnum tíðina og nýta þau sem innblástur fyrir sín verk