Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1691594665.24

    Tískuteikning og ferilmappa
    TÍSK3TF05
    2
    tískuteikning
    ferilmappa, tískuteikning
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að kenna og þjálfa teikningu sem verkfæri í fatahönnun með áherslu á vinnuteikningar og tískuteikningar í Adobe Illustrator. Í áfanganum er farið yfir og æft línur, skuggar, litir, jafnvægi og form, vaxtarlag, áferð og munstur. Skoðað er hvernig má ná fram skuggum og áferðum og hreyfingu í teikningu og hvernig má stílisera þær á persónulegan hátt. Teikning ýmissa smáatriða í fatnaði er æfð. Farið er yfir hvernig hægt er að byggja upp eigið sniðmát í Adobe Illustrator sem gefur möguleika á að búa til mismunandi möguleika á framsetningu verkefna. Farið er yfir allt vinnuferlið frá því að skissa hugmynd að flík yfir í tilbúna vinnuteikningu og tískuteikningu af flík með mismunandi áferðum, efnum og munstrum. Einnig er æft hvernig hægt er að nota stafrænar teikningar og unnið með þær áfram utan tölvunnar með mismunandi tækni.
    TÍSK2TH05 LITA1LT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig megi ná fram smáatriðum fatateikningar á gínum og líkömum
    • hvernig hægt sé að ná fram skuggum, munstrum og áferðum í teikningu
    • hvernig megi stílisera teikningar og gera þær persónulegar og skapandi
    • hvernig megi teikna vandaðar flatar vinnuteikningar
    • hvernig megi lesa flatar vinnuteikningar
    • hvernig mismunandi verkfæraval veitir mismunandi útkomu
    • hvernig megi þjálfa líkamsteikningu og gínuteikningu
    • hvernig tíðarandi hefur áhrif á tískuteikningar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • koma til skila hugmyndum að fatnaði með teikningu
    • teikna fatnað fyrir gínur og fólk
    • ná fram skuggum, munstrum og áferðum í teikningu
    • stílisera og ná fram persónulegri túlkun í teikningum
    • velja verkfæri sem henta mismunandi verkefnum
    • vinna vandaðar vinnuteikningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • koma til skila hugmyndum að fatnaði
    • tjá sig í tískuteikningu á persónulegan hátt
    • velja rétt verkfæri fyrir verkefni
    • skoða verk tískuteiknara í gegnum tíðina og nýta þau sem innblástur fyrir sín verk
    • greina tískuteikningar eftir tíðaranda