Líffræði sem snertir daglegt líf manna. Fjallað verður um líffræði sem fræðigrein, nokkur hugtök líffræðinnar, örverur, sníkjudýr, næringarfræði og kynfræði.
Engar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
byggingu og starfsemi örvera (veira, baktería, frumdýra og sveppa)
samspili örvera við aðrar lífverur í náttúrunni
notagildi örvera og skaðsemi þeirra
helstu sjúkdómum í mönnum, orsökum þeirra og vörnum gegn þeim
undirstöðu í næringarfræði
æxlun lífvera, bæði kynæxlun og kynlausri
vistkerfum og tegunda fjölbreytni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa texta um líffræðileg málefni á netinu og í bókum og nýta þær til að leysa verkefni
nota smásjár og víðsjár
greina lífverur eftir greiningarlyklum
þekkja muninn á ólíkum lífverum gera grein fyrir gagnsemi, nytsemi og skaðsemi þeirra í náttúrunni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lifa heilbrigðu líferni
velja sér getnaðarvarnir
koma í veg fyrir að matvæli skemmist af völdum örvera og komast hjá matarsýkingum
greina einkenni ýmissa sjúkdóma af völdum örvera , sníkudýra og næringaskorts. Þekkja forvarnir og meðhöndlun sjúkdóma
velja sér holla og næringaríka fæðu og forðast óhóf