Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1691672666.2

    Vistfræði
    LÍFF2VF05
    48
    líffræði
    vistfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað um helstu hugtök og undirstöðuatriði fræðigreinarinnar með megin áherslu á Ísland. Farið er í helstu gerðir vistkerfa og rannsóknir á vistkerfum. Í áfanganum verður fjölbreytt verkefnavinna sem krefst vettvangsferða, vinnu á tilraunastofu og að nemendur afli sér upplýsinga af netinu og úr fræðibókum.
    LÍFF1GÁ05 eða 7 eða hærra á grunnskólaprófi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum vistfræðinnar
    • helstu gerðum vistkerfa
    • efnahringrásum og orkuflæði um vistkerfi
    • áhrifum lífrænna og ólífrænna þátta
    • sérstöðu íslenskrar náttúru sökum landfræðilegrar legu og eldvirkni
    • helstu hugtökum í stofnvistfræði og mikilvægi hennar
    • landnámi lífvera og framvindu þeirra
    • útbreiðslu lífvera.
    • vistfræðirannsóknum og úrvinnslu gagna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum vistfræðinnar
    • framkvæma einfaldar vistfræðirannsóknir
    • nýta sér greiningarlykla til að greina lífverur
    • túlka niðurstöður tilrauna og setja þær fram á skýran hátt
    • skrifa rannsóknarskýrslur
    • vinna með heimildir (bæði af netinu og úr bókum)
    • fjalla um álitamál sem varða íslenska náttúru
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja undirstöðuþekkingu í vistfræði við daglegt líf
    • mynda sér skoðanir og afstöðu til mála sem snerta vistfræði
    • gera einfaldar vistfæðirannsóknir og draga ályktanir af þeim
    • kynna vistfræðileg málefni í ræðu og riti