Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1691673013.47

  Erfðafræði
  LÍFF3EF05
  45
  líffræði
  erfðafræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Farið í helstu hugtök erfðafræðinnar, erfðafræði Mendels, sameindaerfðafræði og erfðatækni. Einnig verður fjallað um stökkbreytingar og litningagalla.
  LÍFF2LE05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • frumuhringnum, mítósu og meitósu
  • kenningum Mendels og helstu hugtökum erfðafræðinnar
  • hvernig erfðaefni hefur áhrif á fjölbreytileika lífver
  • byggingu DNA og genatjáningu
  • mismunandi gerðum stökkbreytinga
  • litningagöllum og erfðasjúkdómum
  • genastjórnun og hvað gerist ef hún bregst
  • grundvallaratriðum í erfðatækni
  • tengslum erfða og þróunar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina mismunandi fasa frumuskiptinga í sýnum í smásjá
  • reikna út líkur á erfðum
  • rekja einfaldar erfðir og setja upp í ættartöflur
  • tengja saman niturbasaröð í DNA, basaröð í RNA og amínósýruröð próteina
  • framkvæma einfaldar tilraunir og vinna úr þeim
  • leita í og nota íslenskar og erlendar heimildir um ýmis málefni erfðafræðinnar
  • fjalla um álitamál erfðatækninnar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta fylgst með og tekið þátt í umræðum sem tengjast erfðafræði