Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1691675116.96

    Inngangur að félagsvísindum
    FÉLV1IF05
    9
    félagsvísindi
    inngangur að félagsvísindum
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Markmið áfangans er að gefa yfirlit yfir viðfangsefni félagsvísinda og hlutverk þeirra sem vísindagreinar. Áherslan er lög á víxlverkun samfélags og einstaklinga.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægustu félagslegu festum samfélagsins og tilgangi þeirra
    • mikilvægi fjölmiðla og áhrifa þeirra
    • helstu þáttum íslenska stjórnkerfisins
    • helstu hugtökum félagsvísinda
    • hvað kynjafræði fæst við og hvernig kynjafræðin tengist öðrum greinum félagsvísindanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita helstu hugtökum félagsvísinda
    • skilja áhrif fjölmiðla á skoðanamyndun og hegðun einstaklinga og hópa
    • geta tjáð sig munnlega og skriflega á skilmerkilegan hátt
    • greina helstu innviði íslenskrar stjórnsýslu,störf alþingis og sveitarstjórna
    • greina hlutverk fjölskyldunnar,skólans og annarra helstu stofnana íslensks samfélags
    • þekki og skilji áhrif félagsmótunar á þróun kynhlutverka
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta beitt sjónarhorni félagsvísinda á samfélagsleg málefni
    • geta sett sig í spor annarra og nýtt til þess hugtök úr félagsvísindum
    • afla sér upplýsinga um málefni áfangans, greina helstu atriði þeirra og geta hagnýtt sér þau
    • greina valið fjölmiðlaefni með tilliti til markhópa og málefna
    • vera betur meðvitaður um ýmsa samfélagslega og sálræna þætti sem hafa áhrif á líðan einstaklingsins, svo og á samferðarfólk hans
    • meta málefni líðandi stundar á gagnrýninn hátt