Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1692785970.59

    Kvikmyndasálfræði
    SÁLF3KV05
    52
    sálfræði
    kvikmyndasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur kynnast sálfræðilegum veruleika (vandamálum og lausnum) úr frá myndefni (kvik- eða fræðslumyndum). Vandlega er farið í kvikmyndir sem taka sérstaklega á ákveðnum sálfræðilegum viðfangsefnum. Ákveðnar myndir eru skoðaðar og nemendur vinna síðan rannsóknarvinnu til að meta sanngildi þeirra sálfræðilegu þátta sem koma fram í myndunum. Dæmigerð viðfangsefni eru ýmsar geðraskanir, sálfræðileg meðferðarúrræði, þroski, þroskafrávik, félagsmótun, kynhlutverk, staðalmyndir, fordómar, viðhorf, múgæsingur, hlýðni við yfirvöld og hópar svo eitthvað sé nefnt
    SÁLF2IS05 Inngangur að sálfræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu kvikmyndum sem taka á sálfræðilegum málum
    • nokkrum helstu tegundum kvikmynda og þeirri sálfræði sem þar er á bakvið
    • á umfangi þess vandamáls sem kennt er hverju sinni.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina sálfræðileg viðfangsefni í kvikmyndum
    • bera kvikmyndir saman út frá sálfræðilegri nálgun þeirra
    • finna fleiri kvikmyndir sem kynna sama þema og tekið er fyrir í áfanganum
    • gagnrýna það hvernig kvikmyndir mistúlka sálfræðileg viðfangsefni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vega og meta það sem er rétt og rangt um sálfræðileg viðfangsefni í kvikmyndum
    • meta sérstöðu kvikmyndamiðilsins
    • aðgreina ólíkar kvikmyndir út frá nokkrum grundvallaratriðum.
    Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.