Í áfanganum er lögð áhersla á að gera nemendur meðvitaða um mannréttindi og jafnrétti í nútímasamfélagi í tengslum við Heimsmarkmið SÞ. Fjallað verður um ólík samfélög og menningu í þessu samhengi. Greint hvernig þættir eins og búseta, fötlun, kyn og kynhneigð geti skapað mismun eða forréttindi í lífi fólks.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Almennri stöðu kynjanna og grundvallaratriðum varðandi mannréttindi og jafnrétti í nútímasamfelagi
Ólíkum menningarheimum og mismunandi trúarbrögðum ásamt birtingarmynd staðalímynda og fordóma í samfélaginu
Hvernig þættir eins og búseta, fötlun, kyn og kynhneigð geti skapað mismun eða forréttindi í lífi fólks
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Taka þátt í umræðu um almenna stöðu kynjanna og grundvallaratriði varðandi mannréttindi og jafnrétti í nútímasamfélagi
Taka þátt í samtali um ólíka menningarheima og trúarbrögð ásamt birtingarmynd staðalímynda og fordóma í samfélaginu
Taka þátt í samtali um hvernig búseta, fötlun, kyn og kynhneigð geta skapað mismun eða forréttindi í lífi fólks
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Miðla þekkingu og skilningi á mannréttindum og jafnrétti í nútímasamfélagi
Vinna sjálfstætt og með öðrum að öflun upplýsinga, greiningu og miðlun þeirra
Leiðsagnarmat; verkefnaskil og virkni. Sjálfsmat og jafningjamat.