Þjálffræði er framhaldsáfangi í heilsueflingu þar sem farið er dýpra í viðfangsefni eins og undirstöðuþjálfun, liðleika, þolþjálfun, styrktarþjálfun, snerpuþjálfun, byggingu líkamans, æfingaráætlanir, íþróttameiðsl og íþróttasálfræði/hugarþjálfun.
Áfanginn er góður grunnur fyrir þá sem hafa áhuga á bæta eigin getu í þjálfun, fara í einkaþjálfun, íþróttakennaranám eða annað sambærilegt nám.
Mikil áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þ.e að nemendur læri að setja sér markmið, fari heilbrigðar leiðir að bættum árangri og að góður grunnur, rétt tækni og markvissar æfingaráætlanir eru æskilegar leiðir til að ná árangri til frambúðar.
Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur.
HLSE1HH5
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi góðrar upphitunar, teygju og bandvefslosunar
hlutverki þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar
mismunandi gerðum styrktar- og þolþjálfunar
starfsemi hjarta- og lungna
breytingum á hjarta- og æðakerfi við þolþjálfun
hvað gerist í líkamanum við styrktarþjálfun
æfingarkerfum og áætlunum
helstu vöðvum líkamans og virkni þeirra
fyrstu meðferð við íþróttameiðslum
mikilvægi hugrænnar þjálfunar í íþróttum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja ólík styrktarþjálfunarprógröm
skipuleggja ólík þolþjálfunarprógröm
nálgast upplýsingar á veraldavefnum til þess að nýta sér í þjálfun.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hanna æfingaprógram og framfylgja því með breyttum og/eða bættum lífsstíl í huga
taka sjálfstæðar ákvarðanir og vera gagnrýnin á upplýsingar er varða hreyfingu og þjálfun
Leiðsagnarnám. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.