Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1695806929.72

    Myndmiðlun og grafísk hönnun
    MARG2HM05
    7
    margmiðlun
    Hljóð og myndbönd
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður farið yfir tegundir miðlunar og hvernig á að nýta fjölbreytta miðlun til að kynna/kenna og sýna. Áfanginn er áhugamiðaður og verkefnamiðaður þar sem að nemendur munu vinna að ýmsum verkefnum bæði í hóp og/eða sem einstaklingar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum grafískrar uppsetningar og forritum henni tengdri
    • hvernig hægt er að nýta ýmis frí kerfi á vefnum í samhengi við nám sitt, sköpun og framsetningu á eigin verkum
    • um samspili mynda og texta í grafískri vinnu
    • grunninum að baki miðlunarlæsi og hvernig hægt er að nýta slíka þekkingu við framleiðslu eigin efnis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með fjölbreytt efni
    • búa til einfalt kynningarefni
    • miðla þekkingu og hugmyndum til annarra
    • nota mismunandi miðlunarleiðir og velja viðeigandi leið í miðlun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla þekkingu með mismunandi hætti, s.s. með veggspjöldum, myndabandagerð, samfélagsmiðlum og hlaðvarpi
    • hagnýta þekkingu til að skapa eitthvað nýtt
    • bera siðferðilega ábyrgð á sköpun og hagnýtingu þekkingar sinnar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá