Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1695811216.15

    Lokaverkefni til stúdentsprófs
    LOVE3ST05
    4
    Lokaverkefni
    Lokaverkefni til stúdentsprófs
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur móta verkefnið sjálfir, en efnistök eru háð samþykki kennara. Þeir geta valið viðvangsefni og tvinnað saman efni úr ólíkum námsgreinum (samþætting) eða leitað fanga út fyrir hefðbundið námsframboð. Gert er ráð fyrir að nemendur leggi áherslu á eitthvert sérsvið tengt viðkomandi námsbraut sem lið í undirbúningi fyrir háskólanám eða þátttöku á vinnumarkaði. Áhersla er á sjálfstæð vinnubrögð, einstaklingsmiðað og verkefnadrifið nám.
    Að hafa lokið sem svarar 2 árum af námi á stúdentsbraut
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sérsviði að eigin vali tengdu viðkomandi námsbraut
    • hvernig upplýsinga um viðfangsefnið er best aflað
    • hvernig vinnuaðferðir henta best miðað við það hvers eðlis verkefnið er
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til og tengja saman upplýsingar úr ólíkum áttum
    • afla upplýsinga, vinna úr þeim og setja fram á skipulegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt að viðamiklum verkefnum
    • beita vísindalegum aðferðum við úrvinnslu og framsetningu gagna
    • taka þátt í umræðum og rökræðum sem tengjast viðfangsefninu
    • flytja vel uppbyggða kynningu, draga fram aðalatriði, rökstyðja mál sitt með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
    • velja sér og vinna með námstengt viðfangsefni sem tengist áhugasviði hans
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá