Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur skoði gervigreind markvisst, með tilliti til möguleika og gagnsemi hennar í samfélaginu, til dæmis í námi og atvinnulífi. Farið er yfir styrkleika og veikleika gervigreindar. Einnig er farið yfir siðferðileg álitamál sem tengjast þessu. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér gagnrýna hugsun, öguð vinnubrögð, siðferðileg viðmið, sjálfstæði og frumkvæði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stöðu gervigreindarinnar
notkunarsviðum gervigreindar
möguleikum gervigreindar
veikleikum gervigreindar
ógnunum sem geta stafað af notkun gervigreindar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með samskipti við gervigreind
greina áreiðanleika upplýsinga
koma auga á möguleika á notkun gervigreindar
vinna sjálfstætt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta áreiðanleika upplýsinga
greina tækifæri til notkunar
geta notað gervigreind á ábyrgan, öruggan og uppbyggjandi hátt
vera betur undirbúinn fyrir áframhaldandi nám
greina áhrif gervigreindar á líf og starf í lýðræðislegu samfélagi
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.