Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1697466832.3

    Kvikmyndir, yndisáhorf
    KFRT2YÁ05
    7
    Kvikmyndafræði
    Yndisáhorf
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum horfir nemandinn á kvikmyndir sér til ánægju og yndisauka. Miðað er við að horfa á eina bíómynd í fullri lengd í viku hverri auk þess að skila inn vikulegu verkefni sem tengist myndinni. Að auki munu nemendur kynnast stuttmyndum. Áhersla er lögð á fjölbreytt val kvikmynda og að nemendur kynnist uppruna þeirra ásamt því að kynna sér leikara og leikstjóra. Nemendur kynnast mismunandi flokkum kvikmynda, einkennum þeirra og innihaldi.
    INNF1IF05/INNL1IL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mismunandi tegundum kvikmynda
    • Kvikmyndum sem sem afþreyingar og fræðslu miðl
    • Frásagnarformi og listformi kvikmynda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Horfa á kvikmyndir sér til gagns og gamans
    • Skilja einkenni mismunandi tegunda kvikmynda
    • Draga fram aðalatriði og einkenni myndarinnar
    • Greina mismunandi tegundir kvikmynda og hver munurinn er á þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta fjallað um kvikmyndir á gagnrýninn hátt
    • Tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um kvikmyndir
    • Nýta ný hugtök og orðaforða sem tengjast kvikmyndum í ræðu og riti
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.