Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1700126093.33

    Varmafræði og lotukerfi
    EFNA2FE05
    35
    efnafræði
    framhaldsáfangi í efnafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað um varmaefnafræði, skammtafræði og eiginleika efna. Einnig er fjallað um efnatengi, innan og milli sameinda, og byggingu sameinda.
    EFNA2IE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugmyndum um orku og lögmálinu um varðveislu orkunnar
    • innri orku og hvarfvarma
    • rafeindaskipan atóma og jóna
    • jónunarorku, rafeindafíkn og hvernig eiginleikar frumefna eru háðir stöðu í lotukerfinu
    • áttureglunni og hvernig tákna má sameindir í fleti og teikna Lewis myndir
    • rafneikvæðni, tengjum innan sameinda og milli jóna annars vegar og sameinda hins vegar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna orkubreytingar í efnahvörfum með mismunandi aðferðum
    • skrifa rafeindaskipan atóma og jóna
    • greina milli jónatengja, skautaðra samgildra tengja og samgildra tengja
    • teikna Lewis myndir og nota þær til að finna líklegustu samsetningu og uppbyggingu sameindar
    • greina á milli tengjagerða innan sameinda og milli sameinda
    • skrifa skýrslur um tilraunir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • túlka efnatákn og efnajöfnur
    • nýta hópavinnu til að leysa flóknari viðfangsefni
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • setja niðurstöður úr verklegum æfingum fram á skýran hátt
    • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi í auknum mæli