Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1702034459.52

  Líkamsrækt í tækjasal
  LÍKA1LR01
  14
  líkamsrækt
  Líkamsrækt í tækjasal
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Áfanginn er að mestu leyti verklegur. Viðfangsefni áfangans er styrktar- og þrekþjálfun í tækja- og þreksal.

  Nemendur vinna út frá sinni eigin æfingaáætlun undir handleiðslu kennara. Að áfanganum loknum eiga nemendur að hafa öðlast þekkingu og reynslu til að útbúa eigin æfingaáætlun til að bæta líkamsbyggingu og viðhalda krafti , þoli og liðleika.
  LÍL1A01 og LÍL1B01 (LÍKA1FR01)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu styrktaráætlunar
  • mismunandi áherslum í styrktarþjálfun, hvort unnið er með hámarksstyrk eða vöðvaþol
  • mismunandi æfingum fyrir mismunandi vöðvahópa
  • uppbyggjandi æfingaáætlun fyrir ákveðið tímabil, t.d. 4-6 vikur
  • hugtökum sem koma fyrir í skipulagningu þjálfunar eins og upphitun, aðalhluti, niðurlag og markmið
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skipuleggja eigin þjálfun
  • fara eftir eigin æfingaáætlun
  • nota fjölbreyttar æfingar fyrir mismunandi vöðvahópa
  • stunda þjálfun, hreyfingu og virkni sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stunda markvissa þjálfun sem byggir á áætlanagerð
  • stunda styrktar þjálfun með ólíkum áherslum hvað varðar þjálfunaraðferðir
  • nýta sér þá möguleika til hreyfingar sem tækjasalur býður upp á
  • tileinka sér meðvitað hreyfingu sem heilsuávinning til framtíðar
  Símat sem byggist á ástundun, virkni og verkefnum