Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1705588739.1

    Launa- og verkbókhald
    MBÓK4MS02
    4
    Bókhald, meistaranám
    Bókhald
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    Launabókhald og útreikningar, ýmis gjöld, s.s. lífeyrissjóður, félagsgjöld o.fl. Skilagreinar vegna lífeyrissjóða, opinberra gjalda, staðgreiðslu skatta og tryggingargjalds. Skattskil, fyrningar o.fl. Uppbygging verkbókhalds, framlegðarútreikningar, mat á hagkvæmni mismunandi framleiðslueininga eigin verklýsinga- og gagnabanka og notkun þess til úrvinnslu gagna og ákvarðanatöku. Uppbygging skráarvistunarkerfis í tengslum við verkbókhald.
    Undanfari: sveinspróf, stúdentspróf eða sambærilegt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eðli verkbókhalds og notkun þess til þekkingarstjórnunar.
    • eðli launabókhalds og skilagreina.
    • mikilvægi framlegðarútreikninga.
    • helstu atriðum varðandi skattaskil atvinnurekanda og einstaklinga.
    • launabókhaldi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota greiðslukerfi fyrir laun.
    • útbúa grunn að verkbókhaldi og vinnslu upplýsinga úr því.
    • meta áhrif rekstrarákvarðana á skattlagningu fyrirtækja.
    • reikna og túlka framlegð.
    • reikna út laun og launatengd gjöld.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp og greina verkbókhald og beita upplýsingunum sem þannig fást til ákvarðanatöku.
    • gera einfaldar verklýsingar.
    • skila launatengdum gögnum til Ríkisskattstjóra.
    • beita framlegðar útreikningum við ákvarðanatöku.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.