Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1706255948.88

    Bókhald, meistaranám
    MBÓK4MS03
    5
    Bókhald, meistaranám
    Bókhald
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    Helstu bókhaldsútreikningar eru teknir fyrir. Kennd er afstemming með prófjöfnuði ásamt reikningsjöfnuði og gerð efnahags- og rekstrarreiknings. Bókhaldslyklar, merking fylgiskjala, hvernig færslur eru skráðar, afstemmingar, þ.m.t. hvernig stemmt er af við bankayfirlit. Meðferð og útreikningur virðisaukaskatts.
    Sveinspróf, stúdentspróf eða sambærilegt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum tvíhliða bókhalds, debet, kredit, eignum, skuldum, gjöldum og tekjum.
    • bókhaldshringrásinni í tvíhliða bókhaldi.
    • meðferð og útreikningum virðisaukaskatts.
    • helstu bókhaldslögum.
    • uppgjöri og reikningsjöfnuði.
    • ferli gjaldþrotaskipta.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • færa einfaldar dagbókarfærslur.
    • reikna tekjur og kostnað fyrirtækja.
    • færa niðurstöður dagbókar í reikningsjöfnuð.
    • reikna út kostnaðarverð seldra vara og meðferð virðisaukaskatts.
    • skilja ferli gjaldþrotaskipta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • færa bókhald.
    • meðhöndla og reikna út virðisaukaskatt.
    • flokka og skilja eðli bókhaldsreikninga.
    • gera efnahags- og rekstrarreikning.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.