Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1706256663.17

  Grunnur að gæðahandbók
  MGHA4MS02
  3
  Gæðahandbók
  Gæðahandbók
  Samþykkt af skóla
  4
  2
  Uppbygging gæðahandbókar. Hugmyndir og aðferðafræði gæðastjórnunar kynntar. Nemandi fái góðan skilning og þjálfun í uppbyggingu gæðastjórnunar og skilgreiningu ferla. Nemandi útbúi gæðahandbók sem tekur yfir kröfur verkkaupa með tilliti til staðla.
  Sveinspróf, stúdentspróf eða sambærilegt.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugmyndum, markmiðum og aðferðafræðum gæðastjórnunar.
  • þeim áhrifum sem innleiðing gæðastjórnunarkerfa getur haft.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • hanna ferla og leiðbeiningar fyrir gæðahandbók.
  • útbúa gæðahandbók sem tekur yfir kröfur verkkaupa með tilliti til staðla.
  • greina aðalatriði frá aukaatriðum við skráningu ferla.
  • þekkja uppbyggingu gæðastjórnunar og skilgreiningu ferla.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • mæla ánægju viðskiptavinarins.
  • setja upp gæðahandbók og gæðaviðmið fyrir fyrirtæki sitt.
  • skilgreina gæðamarkmið.
  • framkvæma innri úttektir.
  • innleiða aðferðafræði gæðastjórnunar.
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.