Uppbygging gæðahandbókar.
Hugmyndir og aðferðafræði gæðastjórnunar kynntar. Nemandi fái góðan skilning og þjálfun í uppbyggingu gæðastjórnunar og skilgreiningu ferla. Nemandi útbúi gæðahandbók sem tekur yfir kröfur verkkaupa með tilliti til staðla.
Sveinspróf, stúdentspróf eða sambærilegt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugmyndum, markmiðum og aðferðafræðum gæðastjórnunar.
þeim áhrifum sem innleiðing gæðastjórnunarkerfa getur haft.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hanna ferla og leiðbeiningar fyrir gæðahandbók.
útbúa gæðahandbók sem tekur yfir kröfur verkkaupa með tilliti til staðla.
greina aðalatriði frá aukaatriðum við skráningu ferla.
þekkja uppbyggingu gæðastjórnunar og skilgreiningu ferla.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
mæla ánægju viðskiptavinarins.
setja upp gæðahandbók og gæðaviðmið fyrir fyrirtæki sitt.
skilgreina gæðamarkmið.
framkvæma innri úttektir.
innleiða aðferðafræði gæðastjórnunar.
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.