Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1706259049.82

    Kennsla og leiðsögn, meistaranám
    MKEN4MS05
    2
    Kennsla og leiðsögn
    Kennsla og leiðsögn
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    Nemandinn þekki námskröfur og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni og viti hvernig skóli og fyrirtæki þurfa að vinna saman að menntun einstaklingsins. Þekki réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema á náms- og starfsþjálfunarsamningi. Viti hvernig meistari geti búið iðnnema æskileg skilyrði til náms og þroska í fyrirtækinu og kunni aðferðir til að miðla þekkingu og annast handleiðslu í samræmi við námsþarfir nemans og námskröfur iðngreinarinnar. Þekki helstu aðferðir kennslufræði og námsmats og geti skipulagt endurmenntun í samræmi við þarfir fyrirtækis.
    Undanfari: sveinspróf, stúdentspróf eða sambærilegt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ákvæðum laga og reglugerða er varða iðnmenntun á Íslandi.
    • algengum aðferðum við fræðslu og þjálfun ólíkra einstaklinga.
    • helstu kenningum um nám, kennslu og félagsleg samskipti.
    • helstu aðferðum við mat á árangri þjálfunar og frammistöðu í starfi.
    • námskröfum og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni samkvæmt aðalnámskrá.
    • ákvæðum iðnnámssamninga um réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema.
    • kennslu, leiðsögn og námskröfum á fagsviði sínu.
    • helstu sí- og endurmenntunarstofnunum á Íslandi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja fram einföld markmið fyrir tiltekinn þjálfunarþátt í iðngrein sinni.
    • velja viðeigandi aðferðir við þjálfun og mat á frammistöðu.
    • skipuleggja afmarkað þjálfunarferli.
    • greina færnikröfur starfa og einstakra verkþátta í iðngrein sinni og setja fram markmið.
    • skipuleggja þjálfun í einstökum þáttum, velja viðeigandi aðferðir við leiðsögn og mat og beita þeim aðferðum.
    • skrá frammistöðu iðnnema á skipulegan hátt.
    • meta þekkingarþörf fyrirtækis og þekkingu starfsmanna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hagnýta þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér um kennslu og leiðsögn iðnnema og nýrra starfsmanna á vinnustað.
    • meta námsþarfir iðnnema með hliðsjón af aðalnámskrá og að gera heildstæða þjálfunaráætlun.
    • leiðbeina og meta frammistöðu og framfarir iðnnema og nýrra starfsmanna í iðngrein sinni með ólíkum aðferðum.
    • útskýra og rökstyðja þjálfunaráætlanir sínar og val aðferða við kennslu, leiðsögn og mat.
    • meta einstaklingsmun iðnnema og annarra samstarfsmanna og koma fram við þá af virðingu og nærgætni.
    • nota hvatningu, endurgjöf og hrós í leiðsögn og kennslu.
    • ígrunda og meta eigið framlag við skipulagningu, framkvæmd og mat á þjálfun annarra og endurskoða áætlanir og aðferðir ef þörf er á.
    • gera endurmenntunaráætlun sem byggir á þekkingargreiningu fyrirtækis og starfsmanns þess.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá