Lokaverkefnið er stofnun og hönnun fyrirtækis. Stefnumótun, verklagsreglur, vinnuleiðbeiningar, eyðublöð og annað sem er skilgreint eða myndast í náminu er skjalfest með formlegum hætti í gæðahandbók og skilgreint skráavistunarkerfi. Nemandi byggir upp gæðahandbók í samvinnu við kennara sem tekur mið af þeim námsþáttum sem teknir eru fyrir á önninni og lagaðir að bakgrunn hvers og eins nemanda. Í lok áfangans skal nemandi kynna fyrirtækið sitt með aðstoð gæðahandbókar fyrir kennara og samnemendum sínum.
Unnið samhliða öllum fögum A-hluta
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
rekstri fyrirtækis, til að hafa heildaryfirsýn yfir reksturinn í samræmi við námsgreinar A-hluta.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
reka fyrirtæki og geta kynnt ákveðna hluta þess fyrir öðrum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér sjálfstæð og markviss vinnubrögð við úrlausn raunhæfra verkefna í rekstri og stjórnun fyrirtækja og mótun viðskiptaáætlana.
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá