Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1706260483.83

    Rekstrarfræði, meistaranám
    MREK4MS03
    2
    Rekstrarfræði, meistaranám
    Rekstrarfræði
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    Útreikningar á vöruverði út frá eigin rekstrarforsendum. Framleiðni, framlegð og afskriftir. Helstu vísitölur og útreikningur á verðbótum. Prósentureikningur og fjármálastærðfræði, s.s. einfaldir vextir, núvirðing og framtíðarvirðing greiðslustreymis. Helstu samskiptaforrit netsins og möguleikar sem þau bjóða upp á.
    Sveinspróf, stúdentspróf eða sambærilegt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • reikningsaðferðum sem helst eru notaðar í rekstri og viðskiptum.
    • helstu lykilhugtökum í rekstri og mælikvarða á rekstrarárangur.
    • helstu tölvuverkfærum sem nýtt eru í rekstri og viðskiptum.
    • eðli töflureiknis og helstu grunnaðgerðir hans.
    • forsendum verðmyndunar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með tölulegar upplýsingar og tileinka sér þær.
    • reikna, meta og bera saman arðsemi ólíkra hugmynda/afurða.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta netið til upplýsingaleitar við þau verkefni sem lögð eru fyrir.
    • reikna verð á vöru og þjónustu út frá forsendum eigin rekstrar.
    • leggja mat á verðmæti á lager og öðrum eignum og áætla kostnað vegna eigna.
    • afla helstu gagna sem hann þarf á að halda, greina upplýsingar og vinna úr þeim.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá