Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Sölu- og markaðsmál
Sölu- og markaðsmál
Sölu- og markaðsmál
Fjallað er um grunnþætti markaðsstarfs og greiningu markaðstækifæra. Tilboð til viðskiptavina, stýring og framkvæmd markaðsþátta.
Sveinspróf, stúdentspróf eða sambærilegt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- markaðs- og sölumálum og þjónustu í rekstri fyrirtækja og helstu hugtök markaðsfræða.
- helstu gerðum markaðsáætlana.
- helstu atriðum varðandi sölutækni.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina markaðsaðstæður og gera einfalda markaðsáætlun fyrir fyrirtæki sitt.
- setja fram markmið og stefnu fyrir þjónustu í fyrirtæki sínu.
- greina þarfir og kaupvenjur neytenda.
- útbúa kynningargögn.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- gera viðskiptaáætlun.
- gera markaðsáætlun og undirbúa kynningar.
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá