Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1706260963.14

    Aðferðir verkefnastjórnunar
    MVST4MS02
    2
    Aðferðir verkefnastjórnunar
    Aðferðir og verkfæri til umbótastarfa
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    Aðferðir og verkfæri til umbótastarfa. Greiningar á vandamálum, úrvinnsla að rótum vandamála og samanburður eftir úrbætur. Í áfanganum skal tengja verkefni við raunverulegar aðstæður. Farið er yfir helstu kenningar á sviði verkefnastjórnunar, skilgreiningu verkefna, verkþáttagreiningu, áætlanagerð, framkvæmd og verkskil. Kennslan miðar að því að nemandi öðlist góðan skilning á helstu aðferðum verkefnastjórnunar. Kynning og rökstuðningur úrlausna við lok verkefna er hluti af náminu.
    Sveinspróf, stúdentspróf eða sambærilegt
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum í verkefnastjórnun og helstu kenningum sem þær byggja á.
    • helstu ytri þáttum sem hafa áhrif á verkefnastjórnun í íslenskum iðnaði.
    • grunnatriðum verkefnastjórnunar.
    • meginhlutverkum verkefnastjórans.
    • fundarsköpum.
    • vöruþróun.
    • helstu kynningaraðferðum.
    • verkfærum og helstu aðferðum verkefnastjórnunar til umbótastarfs.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina mismunandi aðferðir í verkefnastjórnun og meginhlutverki verkefnastjórans.
    • miðla þekkingu sinni með kynningum og umræðum.
    • skipuleggja og stýra minni verkefnum á fagsviði sínu.
    • stýra fundum.
    • skilgreina ferli fyrir vöruþróun.
    • kynna verkefni við verklok.
    • beita verkfærum verkefnastjórnunar við umbótastarf.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita mismunandi aðferðum verkefnastjórnunar við stjórnun verkefna, greina mikilvægi verkefnastjórnunar og eigin hæfni til að sinna hlutverki verkefnastjóra.
    • beita þekkingu sinni á sviði verkefnastjórnunar á raunveruleg dæmi.
    • taka þátt í umræðum og skoðanaskiptum um verkefnastjórnun almennt.
    • beita viðurkenndum aðferðum fundastjórnunar.
    • meta hvaða aðferðir henta hverju sinni í vöruþróun.
    • finna og leysa vandamál og frábrigði með aðferðafræði verkefnastjórnunar.
    • kynna og rökstyðja úrlausnir verkefnis við verklok.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá