Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1706261122.72

    Gæðastýring
    MGHA4MS02(B)
    4
    Gæðahandbók
    Gæðahandbók
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    B
    Nemandi skilgreinir þá ferla sem þörf er á við framleiðslu á ákveðinni vöru eða veitingu á þjónustu, stjórnunar- og verkferla, verklagsreglur og stjórnunarlegar vinnuleiðbeiningar frá aðkomu verkkaupa til afhendingar á vöru fyrir eigið fyrirtæki og rýna kröfur sem eiga við þau ferli. Nemandi ákvarðar og skilgreinir hvað þarfnast stýringa vegna gæða-, öryggis- og umhverfismála og ákvarðar hvernig stýringu er beitt (hvaða mælingar eða eftirlit og hvernig búnað þarf). Auk þess að ákvarða tíðni, ábyrgð og setja upp viðeigandi gátlista og eftirlitsblöð og ákvarða viðbrögð við frávikum á tilgreindum eftirlitsstöðum. Nemandi skipuleggi framleiðslusvæði og raði búnaði með skilgreindum og rökstuddum aðferðum.
    A - hluti
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þjálfun í uppbyggingu gæðastýringar og skilgreiningu ferla.
    • leiðbeiningum ISO 9001 og samhæfðra evrópskra framleiðslustaðla til framleiðslustýringar.
    • kröfum til byrgja og íhluta
    • skipulagningu vinnusvæðis og framleiðslulínu í fyrirtæki.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hanna ferla og leiðbeiningar fyrir gæðahandbók.
    • teikna og skrifa stjórnunar-, eftirlits- og verkferla ásamt verklagsreglum og vinnuleiðbeiningum, frá aðkomu viðskiptavinar til verkloka.
    • ákvarða, velja og setja upp stýringar á framleiðslu og/eða þjónustuferli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota verkferla, verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar sem verkfæri til stjórnunar.
    • velja viðeigandi stýringar.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá